Sport

Sjáðu bardaga McGregor: Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor McGregor er nýr heimsmeistari í fjaðurvigt. Hann stóð heldur betur undir öllum stóru orðunum í nótt.

Hann er búinn að rífa kjaft við Jose Aldo í tæpt ár. Er hann loksins komst í návígi við hann gerði Conor sér lítið fyrir og rotaði Brasilíumanninn á 13 sekúndum.

Í spilaranum hér að ofan geturðu séð bardagann í heild sinni og lýsingu þeirra Dóra DNA og Bubba Morthens.

Fyrsta tap Aldo í um tíu ár og á þeim tíma hafði hann verið eini heimsmeistarinn í fjaðurvigt. Algjörlega ótrúleg niðurstaða í þessum bardaga.

Þeir óðu í hvorn annan og hittu með vinstri. Höggið hjá Conor var aftur á móti það öflugt að Aldo lá rotaður í striganum. MGM Grand Garden Arena gjörsamlega sprakk í kjölfarið en Írarnir áttu húsið.

Þetta var annars magnað kvöld hjá UFC. Luke Rockhold varð nýr heimsmeistari er hann lagði annan ósigraðan meistara, Chris Weidman. Sá bardagi var geggjaður og stöðvaður í fjórðu lotu. Hungraður Rockhold einfaldlega miklu betri.





Fjölmargir Íslendingar fylgdust með bardaganum í beinni útsendingu og tóku þátt í umræðunni undir merkinu #UFC365.

Gríðarlegur áhugi er á bardagakvöldinu um heim allan enda var þetta risastórt kvöld í MGM Grand Arena. Notendur á Twitter tjá sig undir merkinu #UFC194.

MMA

Tengdar fréttir

Bardagi ólíkur öllum öðrum hjá Gunnari Nelson

Gunnar Nelson mun stíga risaskref í átt að draumi sínum um að verða heimsmeistari hjá UFC ef hann sigrar Demian Maia í nótt. Hann er í sínu besta formi eftir frábærar, og nokkuð óhefðbundnar, æfingabúðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×