Innlent

Pirringur og hnútukast á Alþingi

Heimir Már Pétursson skrifar
Augljós pirringur er kominn í alþingismenn sem hafa nú rætt fjárlög í hátt í sextíu klukkustundir. Þingmenn kvarta undan hver öðrum við forseta og kalla þingforystuna meðal annars nátttröll.

Þingstörf hófust með umræðum um fundarstjórn forseta í morgun. Jón Gunnarsson kvartaði undan færslu Birgittu Jónsdóttur á Facebook þar sem hún kvartaði undan háttalagi hans þegar hún sat við hlið hans á Alþingi síðast liðinn vetur.

Vildi Jón að forseti rannsakaði þessar ásakanir sem hann sagði alvarlegar en Birgitta ítrekaði vanlíðan sína frá síðasta vetri.

Enn hillir hins vegar ekki undir lok annarrar umræðu fjárlaga sem fram fer sólarhring eftir sólarhring fyrir nánast tómum þingsal. Flestir þingmenn stjórnarliðsins segja stjórnarandstöðuna tefja með málþófi en stjórnarandstaðan vísar því til föðurhúsanna.

Ólína Kjerúlf Þorvarvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir forystu þingsins vera eins og nátttröll í stóli forseta en Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins og einn varaforseta þingsins, sagði umræðuna um fjárlög síðastliðna nótt hafa verið góða „og það var gleðisvipur á hverju andliti,“ sagði Þorsteinn án þess að stökkva bros.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×