Viðskipti innlent

Telja sig mega miðla efni SkjásEins í Tímavél og Frelsi í sjónvarpi Vodafone

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Síminn á og rekur sjónvarpsstöðina SkjáEinn.
Síminn á og rekur sjónvarpsstöðina SkjáEinn. vísir/vilhelm
Fjarskipti hf. telja gildandi samninga milli fyrirtækisins og Símans heimila að miðla megi efni frá SkjáEinum í gegnum Tímavél og Frelsi í sjónvarpi Vodafone, en sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur sett lögbann á þessa miðlun efnisins.

Í tilkynningu frá Fjarskiptum vegna lögbannsins kemur fram að fyrirtækið hafi hingað til neitað að verða við kröfum Símans um að hætta að bjóða viðskiptavinum Vodafone Sjónvarps tímavél á SkjáEinum, „með að leiðarljósi að standa vörð um aðgang neytenda að tímavél sem sjálfsagðri sjónvarpsþjónustu.“

Þá telja Fjarskipti að aðgerðir Símans, sem er markaðsráðandi aðili á fjarskiptamarkaði, hamli samkeppni og séu í andstöðu við bæði samkeppnis-og fjölmiðlalög. Að auki er þess getið í tilkynningunni að bæði Samkeppniseftirlitið og Póst- og fjarskiptastofnun séu með aðgerðir Símans til rannsóknar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×