Innlent

Einn handtekinn vegna árásarinnar í San Bernardino

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ap
Einn hefur verið handtekinn í tengslum við árásina í San Bernardino fyrr í mánuðinum, þar sem hjónin Syed Farook og Tashfeen Malik skutu fjórtán manns til bana. Maðurinn, Enrique Marquez, er sagður vinur hjónanna en á heimili hans fundust sambærileg skotvopn og notuð voru í árásunum.

Árásin, sem er sú mannskæðasta í Bandaríkjunum frá árinu 2012, var gerð á jólaveislu sem haldin var í þjónustumiðstöð fatlaðra í borginni. Að atlögu lokinni flúði parið vettvang en var svo skotið til bana af lögreglu.


Tengdar fréttir

Skotárás talin vera hryðjuverk

Alríkislögreglan bandaríska telur skotárásina í Kaliforníu hafa verið hryðjuverk. Tekist er á um byssulöggjöf.

Lýsti yfir hollustu við ISIS

Tashfeen Malik, annar árásarmannana í skotárásinni í San Bernardino í Kaliforníu á miðvikudag lýsti yfir hollustu við leiðtoga ISIS áður en að skotárásin var framin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×