Lífið

Uppselt á Bieber: Seldist upp á hálftíma

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Uppselt er á tónleika Justin Bieber.
Uppselt er á tónleika Justin Bieber. Vísir/Getty

Uppselt er á tónleika Justin Bieber og seldust allir miðar upp sem voru í sölu í dag á um 44 mínútum.

Miðasala hófst klukkan tíu í morgun og var gríðarleg eftirspurn þeim tæplega 10.000 miðum sem í boði voru í almennri sölu í dag.

„Þetta er út úr kortinu,“ segir Ísleifur Þórhallsson í samtali við Vísi um eftirspurnina. „Við hefðum léttilega getað selt miða á aukatónleika strax í dag, eftirspurnin var það mikil.“

Þegar mest lét voru um 11.000 manns í röð eftir miðum á miðasöluvef Tix.is og ljóst er að mun færri en vilja munu komast á tónleika Justin Bieber sem fara fram í Kórnum 9. september á næsta ári.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.