Lífið

Á von á því að deyja ef Bieber fer úr að ofan í Kórnum

Birgir Olgeirsson skrifar
Heiða Lind Ingólfsdóttir, Belieber
Heiða Lind Ingólfsdóttir, Belieber

Justin Bieber er á leið til landsins í september á næsta ári og ljóst að tæp tuttugu þúsund Íslendinga er á leið á tónleika með honum í Kórnum í Kópavogi.

Ísland í dag brá á það ráð að fá danskennarann Brynju Pétursdóttur í myndver 365 í gærkvöldi til að kenna Íslendingum hvernig á að dansa eins og Justin Bieber. Stuðst var við reggeaton-taktinn margfræga og er ekki seinna vænna en að læra sporin til að vera með allt á hreinu í september á næsta ári.

En Ísland í dag ræddi einnig við einn eldheitan Justin Bieber aðdáanda sem á von á því að áhorfendur í Kórnum eigi eftir að tryllast þegar Justin fer úr að ofan.

„Ég held ég muni deyja ef hann gerir það á tónleikunum hérna heima,“ sagði Heiða Lind Ingólfsdóttir, Belieber, við Ísland í dag.

Hún var spurð hvort hún hefði orðið var við ákveðna viðhorfsbreytingu til tónlistarmannsins sem virðist hafa átt sér stað með tilkomu nýjustu plötu hans Purpose.  Sagði Heiða Lind að það færi dálítið í taugarnar á henni, eftir að hafa verið Belieber í fimm ár, að sjá fólk sem hataði Bieber áður kaupa plötuna hans.

„Núna eru allt í einu allir að fíla hann og kaupa plöturnar hans. Það er svolítið pirrandi fyrir mig sem er búin að vera einlægur Beliber í fimm ár. Þetta er bara draumurinn minn, einn af þeim tónlistarmönnum sem mig hefur langað að sjá mest á tónleikum.“

Heiða Lind sagði mikla stemningu myndast á tónleikunum hans og væri það svipað fyrir hana að hitta Bieber í dag og fyrir móður hennar sjá Elvis Presley áður fyrr. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.