Matur

Sætkartöfluostakaka

Sjónvarpskokkurinn Eyþór Rúnarsson gefur gómsætar uppskriftir á Stöð 2 fram að jólum.


Sætkartöfluostakaka
320 g rjómaostur
120 g sykur
2 egg, slegin saman
200 g bökuð sæt kartafla, afhýdd og köld
1½ tsk. 5 krydda blanda
1 tsk. vanilludropar

Botn
300 g hafrakex
100 g smjör (við stofuhita)

Skraut
Granatepli
Jarðarber
Bláber
Hitið ofninn í 180 gráður. Spreyið formið með formspreyi og setjið smjörpappírsörk í formið. Myljið kexið í hrærivél eða matvinnsluvél. Þegar kexið er allt orðið maukað bætið þið smjörinu út í og blandið öllu saman. Þrýstið blöndunni vel í botninn á forminu og alveg upp á hliðarnar líka. Bakið botninn í 15-18 mín. eða þar til gullinbrúnn og þéttur viðkomu. Kælið botninn. Lækkið hitann á ofninum í 150 gráður.

Þeytið saman rjómaost og sykur þar til blandan er orðin mjúk og vel blönduð saman. Blandið eggjunum smátt saman við og þeytið vel á milli. Bætið við kartöflum, kryddi og vanilludropunum. Setjið blönduna í kexformið og strjúkið yfir toppinn með spaða. Bakið í miðjum ofninum í um 45 mín. eða þar til þú getur stungið hníf í gegnum hana miðja og hann kemur þurr upp. Leyfið kökunni að ná stofuhita eftir að hún kemur úr ofninum og áður en hún er sett í ísskápinn. Takið úr forminu og skreytið eftir smekk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira