Erlent

Obama vill ekki nýtt „Guantanamo“ í Bandaríkjunum

Atli Ísleifsson skrifar
Guantanamo-fangelsi Bandaríkjamanna á Kúbu hefur sætt mikilli gagnrýni.
Guantanamo-fangelsi Bandaríkjamanna á Kúbu hefur sætt mikilli gagnrýni. Vísir/EPA
Bandaríkjastjórn hefur lagst gegn áætlunum bandaríska varnarmálaráðuneytisins um að loka Guantanamo-fangelsinu á Kúbu og opna sambærilegar fangabúðir í Bandaríkjunum.

Wall Street Journal segir Obama hafa lagst gegn áætlununum þar sem kostnaður er talinn vera of mikill.

Varnarmálaráðuneytið áætlar að kostnaðurinn við að loka Guantanamo og byggja nýtt sé um 600 milljónir Bandaríkjadala.

Árlegur kostnaður við rekstur slíks fangelsis í Bandaríkjunum yrði um 100 milljónum Bandaríkjadala lægri en rekstrarkostnaður Guantanamo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×