Lífið

Foreldrar eru farnir að skíra börnin sín eftir Instagram filterum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þetta yrði líklega ekki samþykkt hér á landi.
Þetta yrði líklega ekki samþykkt hér á landi. vísir/getty

Nú virðast foreldrar um allan heim í auknum mæli nefna börnin sín eftir Instagram filterum. Þetta kemur fram í könnun BabyCenter um nöfn á nýfæddum börnum sem kom út þann 1. desember.

Nöfnin Lux og Ludwig eru orðin mun algengari fyrir unga drengi en það eru einmitt bæði nöfn á filterum. Aðrir filterar sem njóta einnig vinsældra fyrir drengi eru Amaro, Reyes, Hudson, og Kelvin.

Kvenmannsnöfnin Valencia, Juno, og Willow voru vinsælustu kvenmannsfilteranöfnin á síðasta ári.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.