Lífið

Vilja að 22 listamenn fái heiðurslaun

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Samtals gerir tillagan ráð fyrir að tæpum 70 milljónum verði varið í heiðurslaunin.
Samtals gerir tillagan ráð fyrir að tæpum 70 milljónum verði varið í heiðurslaunin. Vísir/GVA
Allsherjar og menntamálanefnd Alþingis leggur til að 22 einstaklingar fái heiðurslaun listamanna frá Alþingi á næsta ári. Það er einum færri en á síðasta ári. Samtals gerir tillagan ráð fyrir að tæpum 70 milljónum verði varið í heiðurslaunin en hver og einn fær 3-4 milljónir í heild.

Samkvæmt tillögu nefndarinnar fá eftirfarandi listamenn heiðurslaun:

  • Atli Heimir Sveinsson, 3.089.000 krónur
  • Edda Heiðrún Backman, 3.862.000 krónur
  • Erró, 3.089.000 krónur
  • Guðbergur Bergsson, 3.089.000 krónur
  • Gunnar Eyjólfsson, 3.089.000 krónur
  • Hannes Pétursson, 3.089.000 krónur
  • Jóhann Hjálmarsson, 3.089.000 krónur
  • Jón Nordal, 3.089.000 krónur
  • Jón Sigurbjörnsson, 3.089.000 krónur
  • Jónas Ingimundarson, 3.089.000 krónur
  • Jórunn Viðar, 3.089.000 krónur
  • Kristbjörg Kjeld, 3.089.000 krónur
  • Magnús Pálsson, 3.089.000 krónur
  • Matthías Johannessen, 3.089.000 krónur
  • Megas, 3.089.000 krónur
  • Sigurður A. Magnússon, 3.089.000 krónur
  • Vigdís Grímsdóttir, 3.862.000 krónur
  • Vilborg Dagbjartsdóttir, 3.089.000 krónur
  • Þorbjörg Höskuldsdóttir, 3.089.000 krónur
Að hámarki má Alþingi veita 25 einstaklingum heiðurslaun en nefndin leggur ekki til að sá kvóti verði fullnýttur. Heiðurslaunin eru veitt að fullu til sjötíu ára aldurs og skulu þau vera sömu og starfslaun listamanna á hverjum tíma. Eftir sjötugt verða launin 80 prósent af starfslaunum.

Tillögu nefndarinnar má sjá í heild sinni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×