Innlent

Vindhraði í gær nærri meti

Birgir Olgeirsson skrifar
Hámarks meðalvindhraði var 50,94 metrar á sekúndu og fór mesta vindhviðan í 72,6 metra á sekúndu.
Hámarks meðalvindhraði var 50,94 metrar á sekúndu og fór mesta vindhviðan í 72,6 metra á sekúndu. Vísir/VIlhelm

Veðurofsinn í gær var ansi nálægt því að setja met. Hámarks meðalvindhraði var 50,94 metrar á sekúndu og fór mesta vindhviðan í 72,6 metra á sekúndu en í báðum tilvikum mældist þessi hraði fyrir austan á Hallormsstaðarhálsi nærri Egilsstöðum.Mesti tíu mínútna vindhraði á landinu var mestur 62,5 metrar á sekúndu á Skálafelli 20. janúar árið 1998 klukkan 13. Mesta þriggja sekúndna vindhviðan á landinu mældist 74,5 metrar á sekúndu á Gagnheiði Á Austurlandi 16. Janúar árið 1995 klukkan 4. Hefur þetta veður gjarnan verið kennt við snjóflóðið mannskæða í Súðavík.  Sjá á vef Veðurstofunnar hér.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.