Innlent

Íslenskir veitingastaðir á aðgerðarlista Anonymous

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Ætla að ráðast á vefsíður staða sem selja hvalkjöt.
Ætla að ráðast á vefsíður staða sem selja hvalkjöt. Vísir/Vilhelm
Svo virðist vera sem Anonymous samtökin ætli að ráðast gegn íslenskum veitingastöðum sem selja hvalkjöt. Þetta kemur fram á lista sem samtökin hafa birt á netinu yfir vefsíður íslenskra stjórnvalda en þar er auk þess að finna nöfn sjö íslenskra veitingastaða.

Veitingastaðirnir sem um ræðir eru Restaurant Reykjavík, Þrír Frakkar, Íslenski barinn, Sægreifinn, Grillmarkaðurinn, Tapas og Fiskmarkaðurinn. Á listanum eru birtar slóðir vefsíðna staðanna, IP-tölur þeirra og hvaða port er hægt að tengja við. Mbl.is greindi fyrst frá.

Sjá einnig: Anonymous loka heimasíðum stjórnvalda á Íslandi

Samtökin, sem samanstendur af hópi aðgerðarsinna víðs vegar um heiminn, lokuðu vefsíðum íslenskra ráðuneyta um helgina. Árásirnar kallast Denial of Services Attack (DOS) eða Distributed Denial of Service Attack (DDOS) og eru gerðar með því að stýra umferð inn á vefsíður í því magni að þær taka ekki lengur við heimsóknum og liggi niðri.

Á listanum sem birtur er á vefnum er einnig að finna vefsíðu Hins íslenska reðarsafns og Warners Fish Merchants í Bretlandi, sem selur íslenskar sjávarafurðir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×