Sport

Holly Holm: Verð að gefa Rondu annað tækifæri

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Holly Holm rotaði Rondu Rousey.
Holly Holm rotaði Rondu Rousey. vísir/getty
Baradagakonan Holly Holm kom öllum á óvart síðastliðinn sunnudagsmorgun þegar hún rotaði Rondu Rouse í viðureign þeirra um heimsmeistaratitilinn í bantamvigt kvenna í UFC.

Rousey var ósigruð fram að bardaganum og hafði rústað hverjum mótherjanum á fætur öðrum áður en Holm slökkti hjá henni ljósin með frábæru hásparki.

Góða nótt, Ronda


„Svona getur þetta gerst. Ég hef áður verið slegið niður og rotið en fengið tækifæri til að hefna fyrir tap,“ segir Holm í viðtali við sjónvarpstöðina E!

Flestir áhugamenn um blandaðar bardagalistir vilja sjá annan bardaga á milli þeirra eins fljótt og mögulegt er og Holly er opin fyrir því.

„Alltaf þegar einhver vinnur óvæntan sigur gegn jafn miklum yfirburðarmanni og Rondu heimtar fólk annan bardaga. Þannig er það bara. Ég verð að gefa henni tækfæri á að vinna beltið aftur,“ segir Holly Holm.

MMA

Tengdar fréttir

Ronda Rousey: Ég kem aftur

Ronda Rousey lofaði aðdáendum sínum að hún ætli að snúa aftur inn í hringinn en bardagaheimurinn er enn að jafna sig eftir óvænt tap hennar á móti hinni 34 ára gömlu Holly Holm í Ástralíu um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×