Innlent

Íslenskir hestar fá sitt eigið safn í Hveragerði

Sæunn Gísladóttir skrifar
Lóðin við Austurmörk 6, 8 og 10 var áður hugsuð undir björgunarmiðstöð.
Lóðin við Austurmörk 6, 8 og 10 var áður hugsuð undir björgunarmiðstöð. Mynd/Loftmyndir ehf.

Bæjarráð Hveragerðisbæjar samþykkti á fimmtudaginn að úthluta lóðina Austurmörk 6 ,8 og 10 til umráða undir safn um íslenska hestinn.

„Mjög flott hugmynd sem ég efast ekki um að verður vinsæl á meðal ferðamanna, íslenskra sem erlendra,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, á bloggsíðu sinni.

Áður voru uppi áform um að byggja björgunarmiðstöð á lóðinni á Austurmörk en ekki verður af því. Bæjarráð samþykkti því að úthluta Sigurbirni Viktorssyni og Viktori Sveinssyni lóðinni þegar formleg umsókn og tilskilin gögn liggja fyrir sem á að vera í síðasta lagi 1. desember.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.