Erlent

Belgar brynverja sig með kattamyndum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sýnishorn af þeim myndum sem settar voru á Twitter undir myllumerkinu #Brusselslockdown
Sýnishorn af þeim myndum sem settar voru á Twitter undir myllumerkinu #Brusselslockdown @Gilles_PPDE og @JFlamman
Í gær fóru fram umfangsmiklar lögregluaðgerðir í Belgíu þar sem 16 manns voru handteknir. Á laugardaginn var hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Belgíu vegna yfirvofandi hryðjuverkaárása og voru íbúar vinsamlegast beðnir um að halda sig heima.

Einnig var mælst til þess að ekki yrði tíst um aðgerðir lögreglu svo að hinir grunuðu gætu ekki fylgst með þeim í beinni.

Belgar vildu endilega hjálpa til og fylltu því Twitter af kattamyndum,, undir myllumerkinu #brusselslockdown allt til þess að rugla hina grunuði í rýminu svo að þeir gætu ekki fylgst með aðgerðum lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×