Viðskipti innlent

Benedikt Jóhannesson selur hluti í Nýherja fyrir ríflega hundrað milljónir

ingvar haraldsson skrifar
Benedikt Jóhannesson er stjórnarformaður Nýherja.
Benedikt Jóhannesson er stjórnarformaður Nýherja. Vísir/GVA
Benedikt Jóhannesson, stjórnarformaður Nýherja, og Vigdís Jónsdóttir, eiginkona hans, seldu nú fyrir skömmu hluti í fyrirtækinu fyrir ríflega 130 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningum til Kauphallar Íslands.

Benedikt seldi 7,2 milljónir hluta sem hann átti í eigin nafni á 105,8 milljónir króna. Talnakönnum, félag Benedikts, seldi 700 þúsund hluti fyrir 10,3 milljónir króna og Vigdís seldi 1,1 milljón hluta á 16,2 milljónir króna.

Hlutirnir voru allir seldir á 14,7 krónur á hlut. Eftir viðskiptin á Benedikt 6 milljónir hluta eða 1,5 prósent hlut í Nýherja, Vigdís á 0,8 prósenta hlut og Talnakönnun 0,2 prósenta hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×