Sport

Annie Mist bætti þrjú Íslandsmet

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Annie Mist Þórisdóttir.
Annie Mist Þórisdóttir. Mynd/Lyftingasamband Íslands
Þrjár íslenkar lyftingakonur kepptu á HM í nótt en mótið fer fram í Houston í Bandaríkjunum. Annie Mist Þórisdóttir náði bestum árangri en hún bætti þrjú Íslandsmet.

Annie Mist keppti í -69 kg flokki kvenna en hún bætti metin í snörun (88 kg), jafnhendingu (108 kg) og samanlögðum árangri (196 kg). Hún endaði í fimmta sæti í D-hópi en Katrín Tanja Davíðsdóttir, sem vann gull á heimsleikunum í Crossfit í ár, í níunda sæti í sama flokki.

Katrín Tanja lyfti mest 84 kg í snörun og 94 kg í jafnhendingu og var því með 178 kg samanlagt.

Hjördís Óskarsdóttir keppti í -63 kg flokki og lyfti 75 kg í snörun og 100 kg í jafnhendingu. Hún hafnaði í sjöunda sæti af tíu keppendum í C-hópi.

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir keppir á mótinu á föstudag en hún er í -75 kg flokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×