Innlent

Svona mun fyrsta íslenska moskan líta út

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Vinningstillagan í samkeppni um hönnun moskunnar sem til stendur að reisa í Reykjavík var kynnt í dag.
Vinningstillagan í samkeppni um hönnun moskunnar sem til stendur að reisa í Reykjavík var kynnt í dag. Mynd/Atli Bergmann

Moskan sem til stendur að byggja í Reykjavík verður með grasþaki og þakglugga. Tillagan gerir ráð fyrir að rúmlega átján metra turn verði á moskunni. Tilkynnt var um sigurtillöguna í samkeppni um hönnun moskunnar á Háskólatorgi í dag.

Svona mun moskan líta út frá öðru sjónarhorni.Mynd/Atli Bergmann

Félag múslíma á Íslandi, sem stóð fyrir hönnunarsamkeppninni, fékk lóð úthlutaða frá borginni til að byggja moskuna og mun hún standa við Sogamýri.

RÚV greinir frá því að arkitektarnir Gunnlaugur Stefán Baldursson og Pia Bickmann séu höfundar vinningstillögunnar. Fengu þau 2,5 milljón króna í verðlaun fyrir hönnunina. 

Miklar deilur hafa staðið um moskuna og fór málið hátt fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar þegar oddviti Framsóknarflokks lýsti efasemdum um bygginguna. Voru þá uppi hugmyndir um að afturkalla lóðaúthlutunina, en ekki varð af því.

Vísir/Anton



Fleiri fréttir

Sjá meira


×