Viðskipti innlent

Veiðigjöld skiluðu ríkinu 7,7 milljörðum í tekjur

Svavar Hávarðsson skrifar
Veiðigjöld gáfu 1,5 milljörðum minna en árið áður.
Veiðigjöld gáfu 1,5 milljörðum minna en árið áður. fréttablaðið/pjetur
Álögð veiðigjöld vegna fiskveiðiársins 2014/2015 nema 7,7 milljörðum króna, segir í frétt Fiskistofu. Veiðigjöld fiskveiðiársins á undan voru 9,2 milljarðar króna.

Þar sem árlegar breytingar hafa verið á reglum um álagningu veiðigjalda er erfitt að gera nákvæman samanburð á veiðigjöldum á milli ára, að sögn Fiskistofu. Álagt almennt veiðigjald nam svipaðri upphæð bæði fiskveiðiárin 2013/2014 og 2014/2015, eða 4,4 til 4,6 milljörðum króna.

Helstu skýringar á muninum á milli ára að þessu sinni liggja í því að um milljarði minna er lagt á í sérstök veiðigjöld vegna uppsjávarveiða annars vegar og vegna botn- og skelfiskveiða hins vegar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×