Innlent

Manndráp við Miklubraut: Maðurinn vistaður á viðeigandi stofnun

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maðurinn þegar hann var leiddur fyrir dómara í október.
Maðurinn þegar hann var leiddur fyrir dómara í október. vísir/pjetur
Maður sem grunaður er um að hafa orðið öðrum manni að bana í búsetukjarna geðfatlaðra við Miklubraut þann 22. október verður vistaður á viðeigandi stofnun til 3. desember næstkomandi að kröfu lögreglu. Maðurinn var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald þann 23. október en það rann út í liðinni viku.

Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns, lagði lögregla í upphafi fram kröfu um að það færi fram geðrannsókn og sakhæfismat á manninum. Niðurstaðan var þess eðlis að lögregla fór fram á að maðurinn yrði vistaður á viðeigandi stofnun. Dómari féllst á það.

Aðspurður segir Friðrik að rannsókn málsins sé í fullum gangi og miði vel.

Maðurinn sem grunaður er um verknaðinn er á fertugsaldri en sá látni á sextugsaldri. Báðir bjuggu mennirnir í búsetukjarnanum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×