Viðskipti innlent

Volkswagen mun taka á sig aukaskatta vegna svindlbíla sinna

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Volkswagen-svindlið hefur haft mikil áhrif á fyrirtækið
Volkswagen-svindlið hefur haft mikil áhrif á fyrirtækið Vísir/getty

Volkswagen Group hefur óskað eftir því að viðbótarálagning á skatta og gjöld vegna rangrar skráningar mengunarefna í útblæstri ökutækja frá Volkswagen muni falla á fyrirtækið en ekki eigendur þeirra bíla sem um ræðir.

Þetta kemur fram í erindi sem Matthias Müller, forstjóri Volkswagen Group, hefur sent Bjarna Benediktssyni, fjármála- og viðskiptaráðherra, en ráðuneytið hefur að undanförnu haft til skoðunar áhrif rangrar skráningar mengunarefna í útblæstri ökutækja frá Volkswagen, annars vegar á innflytjendur ökutækjanna og hins vegar á eigendur þeirra.

Sjá einnig: Skoða vörugjöld vegna Volkswagen

Við álagningu vörugjalds og bifreiðagjalds á ökutæki er m.a. tekið mið af magni koltvísýrings í útblæstri. Tollstjóra er heimilt að endurákvarða gjöld allt að sex ár aftur í tímann. Ef útblástur bíla hefur verið ranglega skráður þá má innheimta vanreiknuð gjöld.

Volkswagen Group hefur því óskað eftir því að öllum viðbótarkröfum sem skattayfirvöld hyggjast leggja á skatta og gjöld vegna þeirra bíla sem um ræðir falli á fyrirtækið. Volkswagen hyggst leiðrétta ranga skráningu á koltvísýringsútblæstri bifreiðanna og upplýsa skattyfirvöld um þær breytingar sem gerðar verða.

Sjá einnig: Svona svindlaði Volkswagen

Samkvæmt upplýsingum frá Heklu, umboðsaðila Volkswagen á Íslandi, mun þetta mál  hafa áhrif á útreikninga opinberra gjalda hér á landi vegna 432 bíla.

Volkswagen-hneykslið hefur haft mikil áhrif á fyrirtækið. Skipt hefur verið um stjórnendur og hlutabréf Volkswagen hafa hríðfallið í verði. Málið snýst um að ákveðnar tegundir voru útbúnar sérstökum svindlhugbúnaði sem gerði það að verkum að útblástur mældist minni í mælingarprófum en hann var í raun og veru.


Tengdar fréttir

Tap hjá Volkswagen í fyrsta sinn í fimmtán ár

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen tilkynnti í gær um 3,5 milljarða evra, jafnvirði 500 milljarða íslenskra króna, rekstrartap á þriðja ársfjórðungi, og 2,5 milljarða evra, jafnvirði 250 milljarða króna, tap fyrir skatt. Þetta er í fyrsta sinn í fimmtán ár sem Volkswagen sýnir tap í þriggja mánaða uppgjöri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
1,63
42
800.143
TM
0,54
4
42.574
EIM
0
2
17.743
VIS
0
2
816

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,08
40
141.521
ORIGO
-2,92
7
31.747
FESTI
-1,78
7
122.200
HAGA
-1,17
17
266.649
REITIR
-1,12
8
128.105
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.