Viðskipti erlent

Hryðjuverkaárásir hafa minni áhrif á fjárfesta

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mínútu þögn var á hádegi um allan heim á mánudaginn vegna árásanna í París.
Mínútu þögn var á hádegi um allan heim á mánudaginn vegna árásanna í París. NordicPhotos/AFP

Áhrif hryðjuverkaárása á markaði í heiminum virðast fara þverrandi. Eftir því sem slíkum árásum fjölgar, virðast viðbrögð fjárfesta verða yfirvegaðri og áhyggjur manna af afleiðingum árásanna á alheimshagkerfið minnka. Helstu hlutabréfavísitölur hækkuðu í gær.

Breska blaðið Guardian sagði að ákvörðun Frakka um að svara hryðjuverkaárásunum á föstudaginn af hörku hafi haft þau áhrif að gengi hlutabréfa í fyrirtækjum sem framleiða hergögn hækkaði. Gengi bréfa í einstaka ferðaþjónustufyrirtækjum lækkaði á mánudaginn en hækkaði svo aftur í gær.

Samkvæmt frásögn USA Today hækkuðu hlutabréf almennt í viðskiptum í Bandaríkjunum á mánudaginn. Það er í fyrsta sinn sem slíkt gerist fyrsta viðskiptadaginn eftir að árás af þessu tagi er gerð. Blaðið segir að þetta þýði að hryðjuverk hafi minni áhrif á hagkerfið en þau gerðu áður.

Bandaríska Dow Jones vísitalan hækkaði um 237 stig á mánudag og Standard & Poor's 500 vísitalan hækkaði um 1,4 prósent. Hlutabréf hækkuðu líka almennt í Evrópu. Stoxx Europe 600 vísitalan hækkaði um 0,3 prósent og CAC 40 vísitalan í Frakklandi lækkaði um 0,1 prósent.

Daginn eftir að hryðjuverkaárásir voru gerðar á Tvíburaturnana árið 2001 féll Standard & Poor's um 4,9 prósent og féll í heild um 11,6 prósent. Hrun á markaði eftir hryðjuverkaárásir minnkar með hverri árásinni sem gerð er. Í mars 2004 féll S&P 500 um 1,5 prósent eftir hryðjuverkin í Madrid. Lækkunin varð svo 0,8 prósent í júlí 2005 eftir hryðjuverk í Lundúnum.

Markaðir virðast lækka rétt eftir að árásir eru gerðar en jafna sig mjög fljótt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
1,05
12
288.871
HEIMA
0,89
2
3.501
SYN
0,63
2
71.280
VIS
0,54
1
6.587
SIMINN
0,37
6
253.143

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-0,62
4
68.377
EIK
-0,25
2
512
HAGA
-0,22
5
74.697
SKEL
-0,14
7
269.324
REITIR
0
2
59.947
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.