Viðskipti innlent

Hneyksli hefur lítil áhrif á sölu

Ingvar Haraldsson skrifar
Uppgefinn miðlari í Kauphöllinni í Frankfurt í gær. Hlutabréf í Volkswagen féllu um 10 prósent á miðvikudaginn.
Uppgefinn miðlari í Kauphöllinni í Frankfurt í gær. Hlutabréf í Volkswagen féllu um 10 prósent á miðvikudaginn. nordicphotos/afp

Útblásturshneyksli þýska bílaframleiðandans Volkswagen virðist ekki hafa teljandi áhrif á sölu bílanna hér á landi. Málið kom upp í síðari hluta september en markaðshlutdeild Volkswagen í október jókst milli ára. „Í október í fyrra þá vorum við með markaðshlutdeild sem var rétt um 7 prósent en hún er yfir 10 prósent í október í ár svo hún hefur aukist verulega,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, umboðs Volkswagen á Íslandi.

83 nýir Volkswagen-fólksbílar voru seldir í október á þessu ári miðað við 37 í október fyrir ári. Þó er vert að benda á að heildarbílasala í október jókst um 44,6 prósent milli ára.

Í Bandaríkjunum jókst sala á Volkswagen-bifreiðum 0,2 prósent milli mánaða. Volkswagen hefur boðið bíla á talsverðum afslætti vestanhafs eftir að hneykslið kom upp.

Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu

Volkswagen viðurkenndi á þriðjudaginn að uppgefnar útblásturstölur væru rangar fyrir 800 þúsund bifreiðar til viðbótar við þær 11 milljónir bíla sem bílaframleiðandinn hafði þegar viðurkennt að hneykslið næði til. Hlutabréfaverð í Volkswagen lækkaði á miðvikudag um 10 prósent og hefur því lækkað um helming frá því um miðjan september.

Þá hafa færri sett sig í samband við Heklu eftir að hneykslið komst upp en búast mætti við. „Það hefur verið furðulítið,“ segir Friðbert. „En við tökum á móti öllu fólki sem hefur áhyggjur af þessu og reynum að leiðbeina því,“ bætir hann við.

Þá bendir forstjórinn á að Volkswagen hafi gefið út að bílaframleiðandinn muni taka ábyrgð á öllum málunum sem snúa að hneykslinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
1,63
42
800.143
TM
0,54
4
42.574
EIM
0
2
17.743
VIS
0
2
816

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,08
40
141.521
ORIGO
-2,92
7
31.747
FESTI
-1,78
7
122.200
HAGA
-1,17
17
266.649
REITIR
-1,12
8
128.105
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.