Erlent

Þrjár milljónir til Evrópu

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Á flótta frá Sýrlandi.
Á flótta frá Sýrlandi. Fréttablaðið/EPA

Evrópusambandið reiknar með því að þrjár milljónir flóttamanna muni koma til aðildarríkja þess fram til loka ársins 2017, til viðbótar þeim sem þegar eru komnir.

Framkvæmdastjórn ESB segir að þetta hafi jákvæð áhrif á efnahagslíf ríkjanna. Hagvöxtur aukist, en þó aðeins um 0,2 til 0,3 prósent.

Stríðsástandið í Sýrlandi á stærstan þátt í flóttamannastraumnum til Evrópu, en næst koma Afganistan og Sómalía. Meira en fimm þúsund manns koma nú yfir hafið frá Tyrklandi til Grikklands á degi hverjum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.