Fótbolti

Benzema fær fullan stuðning Real Madrid

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Benzema í varðhaldi lögreglu í vikunni, hér með hvíta hettu.
Benzema í varðhaldi lögreglu í vikunni, hér með hvíta hettu. Vísir/AFP

Real Madrid gaf í gær út yfirlýsingu þar sem það heitir sóknarmanninum Karim Benzema fullum stuðningi.



Benzema var í fyrradag færður í varðhald og yfirheyrður af frönsku lögreglunni vegna fjárkúgunartilraunar sem honum er gefið að sök að hafa átt aðild að. Benzema var birt síðar ákæra vegna málsins en síðan sleppt úr haldi.

Mathieu Valbuena og Karim Benzema eru samherjar hjá franska landsliðinu.Vísir/Getty

Benzema og annar franskur knattspyrnumaður, Djibril Cisse, hafa báðir verið yfirheyrðir vegna málsins. Þeir, ásamt fleirum, munu hafa reynt að beita Mathieu Valbuena, leikmanni Lyon, fjárkúgun með því að hóta að setja kynlífsmyndband með honum í dreifingu.



Sjá einnig: Fullyrt að Benzema hafi játað sök | Ákæra gefin út



Í yfirlýsingu Real Madrid segir að Florentino Perez, forseti félagsins, hafi fundað með Benzema þegar hann sneri aftur til Madrídar. Perez hét honum fullum stuðningi en Benzema mun hafa fullvissað hann um sakleysi sitt.

Benzema á æfingu með Real Madrid.Vísir/Getty

Noel Le Graet, forseti franska knattspyrnusambandsins, tók í svipaðan streng í samtali við franska fjölmiðla í gær og telur að Benzema sé saklaus. „Hann er frábær leikmaður og frábær persóna. Við munum ekki bregðast honum,“ sagði Le Graet.



Sjá einnig: Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar



Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, valdi hvorki Benzema né Valbuena í franska landsliðið fyrir leiki liðsins síðar í þessu mánuði.


Tengdar fréttir

Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar

Franska fréttastofan AFP segir að Real Madrid-stjarnan sé flæktur í fjárkúgunarmál tengt kynlífsmyndbandi franskrar knattspyrnustjörnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×