Innlent

Ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum

Birgir Olgeirsson skrifar
Boðað hefur verið til mótmæla við lögreglustöðina á Hverfisgötu.
Boðað hefur verið til mótmæla við lögreglustöðina á Hverfisgötu. Vísir/Stefán

Boðað hefur verið til mótmæla við lögreglustöðina á Hverfisgötu í Reykjavík klukkan fimm í dag. Er það gert í ljósi frétta að ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir tveimur mönnum sem voru kærðir vegna nauðgana í Hlíðunum fyrir skemmstu.

Hefur sú ákvörðun lögreglunnar, að krefjast ekki gæsluvarðhalds yfir mönnunum, sætt harðri gagnrýni á samfélagsmiðlum í dag í kjölfar fréttaflutnings Fréttablaðsins. Þeir sem hafa boðið komu sína við lögreglustöðina nú síðdegis ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisafbrotamálum og sýna um leið þolendum stuðnings í verki.

Um er að ræða tvö aðskild mál og hafa verið lagðar fram tvær kærur vegna þeirra. Tveir karlar eru grunaðir um árásirnar en fyrri árásin er sögð hafa átt sér stað í íbúð í Hlíðunum eftir bekkjarskemmtun nema við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík á skemmtistaðnum Austur. Níu dögum síðar á hinni konunni að hafa verið nauðgað, í sömu íbúð, af báðum mönnunum eftir bekkjarskemmtun á Slippbarnum.
Tengdar fréttir

Annar grunuðu farinn úr landi?

Maðurinn birti mynd af brottfaraspjaldi og vegabréfi ásamt bjórglasi á samfélagsmiðli í morgun en samkvæmt færslunni var hann staddur á Keflavíkurflugvelli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.