Innlent

Leggur til stofnun hamfarasjóðs

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Forsætisráðherra á Siglufirði í lok ágúst að skoða skemmdir vegna flóða þar í bæ. Þá sagði hann að til greina kæmi að brúka fé úr Ofanflóðasjóði til að bæta tjón sem hlaust í flóðunum.
Forsætisráðherra á Siglufirði í lok ágúst að skoða skemmdir vegna flóða þar í bæ. Þá sagði hann að til greina kæmi að brúka fé úr Ofanflóðasjóði til að bæta tjón sem hlaust í flóðunum. vísir/völundur jónsson
Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að fela umhverfis- og auðlindaráðuneytinu að stýra starfshópi sem geri tillögur um stofnun sérstaks hamfarasjóðs. Tillagan á rætur sínar að rekja til forsætisráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Starfshópurinn mun meðal annars kanna hvort fýsilegt sé að Ofanflóðasjóður og Bjargráðasjóður renni saman við hinn nýja sjóð eða hvort þeir starfi áfram en verkefni þeirra verði samþætt. Vonast er til þess að með þessum breytingum verði umgjörð og stjórnsýsla um bótamál vegna náttúruhamfara treyst.

Lögð er áhersla á ljúka á þessu ári vinnu við mótun og gerð tillagna um bóta- og tjónamál með stofnun nýs heildstæðs sjóðs vegna náttúruhamfara eða samruna þeirra úrræða og sjóða sem nú þegar eru fyrir hendi hér á landi og taka á og koma að bóta- og tjónamálum vegna náttúruhamfara.

Að auki verði gerðar tillögur um tekjuforsendur og fjármögnun slíks hamfarasjóðs. Fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur verið falið að endurskoða reglur um Viðlagatryggingar Íslands með það að markmiði að verðmæti og iðgjöld sem tengd eru opinberum mannvirkjum og almennum húseignum falli sem best undir tryggingavernd. Miðað er við að þeirri vinnu ljúki fyrir 1. mars 2016.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×