Viðskipti innlent

Skarphéðinn til Íshesta

Skarphéðinn Berg Steinarsson
Skarphéðinn Berg Steinarsson
Skarphéðinn B. Steinarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Íshesta. Skarphéðinn hefur víðtæka reynslu af ferðaþjónustu og stjórnun fyrirtækja. Hann var síðast hjá Ferðaskrifstofu Íslands. Frá árinu 2013 hefur Skarphéðinn rekið eigin ferðaþjónustu í Stykkishólmi.

Íshestar voru stofnaðir árið 1982 og býður fyrirtækið upp á dagsferðir frá hestamiðstöð sinni í Hafnarfirði ásamt lengri ferðum um allt land. Þá reka Íshestar ferðaskrifstofu sem sérhæfir sig í menningar- og heilsuferðaþjónustu ásamt hvata- og gönguferðum. „Það er gríðarlega spennandi að ganga til liðs við Íshesta, fyrirtæki sem byggir á yfir 30 ára grunni, á tímum mikils uppgangs í ferðaþjónustunni á Íslandi,“ segir Skarphéðinn. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×