Innlent

Fórnarlömb eineltis þriðjungur barna á BUGL

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar
Ellen Sif Sævarsdóttir gagnrýnir skort á geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn. Fyrsti viðkomustaður þeirra eigi ekki að vera BUGL.
Ellen Sif Sævarsdóttir gagnrýnir skort á geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn. Fyrsti viðkomustaður þeirra eigi ekki að vera BUGL. vísir/þök
„Hér á landi er skortur á geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga,“ segir Ellen Sif Sævarsdóttir, klínískur barna- og unglingasálfræðingur sem gerði lokaverkefni sitt í sálfræði við Háskóla Íslands í samstarfi við Dr. Bertrand Lauth barnageðlækni um börn sem hafa fengið þjónustu hjá bráðateymi BUGL.

Rannsókn Ellenar tók til 318 barna á aldrinum 7-18 ára sem leituðu í bráðaþjónustu BUGL 2013.

Ellen segir tilvísunum á BUGL hafa farið fjölgandi síðustu ár. Í rannsókn hennar kemur fram að flestir sjúklinga eru á unglingsaldri og meðalaldurinn 15 ár. Þar af eru stúlkur 67 prósent.

Flestum sjúklinga er vísað af forsjáraðila, þá bráðamóttöku barna og heilsugæslu. Yfir­gnæfandi hluti barnanna sýndi þunglyndiseinkenni, eða 71,1 prósent og 62,3 prósent voru í sjálfsvígshugleiðingum. Nær helmingur var með kvíðaeinkenni og þriðjungur hafði gert tilraun til sjálfsvígs.

Ellen segir að mjög margir hafi haft sögu um langvarandi eða alvarlegt einelti. Einn þriðji barnanna sé skráður með sögu um einelti. BUGL eigi ekki að vera fyrsti viðkomustaður barna inn í geðheilbrigðiskerfið.

„Síðasti viðkomustaðurinn ætti að vera bráðaþjónusta BUGL.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×