Innlent

Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hinn umdeildi hafnargarður var byggður 1928.
Hinn umdeildi hafnargarður var byggður 1928. visir/gva
Framkvæmdum sem áttu að hefjast í dag við Austurbakka í Reykjavík hefur verið frestað tímabundið. Forsætisráðuneytið hefur boðað forsvarsmenn Landstólpa á sinn fund á morgun þar sem reyna á ná lendingu vegna gamla hafnargarðsins við Austurbakka í Reykjavík.

Í samtali við Vísi sagði Gísli Steinar Gíslason, forstjóri Landstólpa, að forsætisráðuneytið hafi haft frumkvæði af fundinum. Hugmyndin væri sú að sjá hvort hægt væri að leysa á farsælan hátt þær deilur sem staðið hafa yfir vegna friðlýsingar gamla hafnagarðsins sem tafið hafa framkvæmdir á Austurbakkanum.

„Mér líst vel á þennan fund vegna þess að það er langbest að reyna að lenda þessu þannig að allir geti unað við sitt,“ sagði Gísli Steinar. „Ef að það á að vernda þessa veggi snýst þetta bara um kostnað og ef það næst lending í það þá leysum við þetta í sameiningu.“

Í dag stendur þó til að flytja mannskap og vélar á reitinn en framkvæmdum á reitnum hefur verið frestað tímabundið vegna fundarins. Það er mat bæði Reykjavíkurborgar og Landstólpa að hafnargarðurinn sé ekki friðaður enda hafi forsætisráðuneytið ekki nýtt sér þann tímaramma sem það hafði til þess að friða hafnargarðinn. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×