Viðskipti innlent

Íbúum landsins fjölgaði um 1% árið 2014

Sæunn Gísladóttir skrifar
Fjölmennasta sveitarfélagið árið 2014 var Reykjavík með 121.822 íbúa.
Fjölmennasta sveitarfélagið árið 2014 var Reykjavík með 121.822 íbúa. Vísir/GVA
Hinn 1. janúar síðastliðinn var íbúafjöldi á Íslandi 329.100 sem er  um 1% fjölgun frá sama tíma árið áður eða um 3.429 einstaklingar. Árið 2014 fæddust 4.375 börn en 2.049 manns létust. Fæddir umfram dána voru því 2.271. Þá fluttust 5.875 utan en 6.988 til landsins. Aðfluttir umfram brottflutta voru því 1.113 árið 2014. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar.

Í upphafi árs 2015 voru 60 þéttbýlisstaðir á landinu með 200 íbúa eða fleiri. Auk þeirra voru 37 smærri byggðakjarnar með 50–199 íbúa. Alls bjuggu 308.515 í þéttbýli 1. janúar síðastliðinn og hafði þá fjölgað um 2.873  frá sama tíma ári fyrr. Í dreifbýli og smærri byggðakjörnum bjuggu alls 20.585.

Fjölmennasta sveitarfélagið var Reykjavík með 121.822 íbúa. Það fámennasta var hins vegar Helgafellssveit þar sem bjuggu 53 íbúar. Árið 2014 fækkaði fólki í 28 sveitarfélögum og á þremur landsvæðum af átta.

Erlendir ríkisborgarar voru 24.294 hinn 1. janúar 2015 og af þeim voru Pólverjar langfjölmennastir. Alls voru 39.223 landsmanna fæddir erlendis (16.828 karlar og 17.544 konur), eða 12% mannfjöldans, fleiri en nokkru sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×