Innlent

Átt þú Volkswagen með svindlbúnaði?

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Nú er hægt að fletta uppi verksmiðjunúmerum bíla og fá svör við því hvort svindlbúnaðurinn sé í þeim.
Nú er hægt að fletta uppi verksmiðjunúmerum bíla og fá svör við því hvort svindlbúnaðurinn sé í þeim. Vísir/AFP
Volkswagen segir að fyrirtækið að það vinni sér ekki hvíldar fyrr en það hefur öðlast traust viðskiptavina á ný. Þetta kemur fram í auglýsingu sem félagið birti í Fréttablaðinu í dag. Þar er einnig bent á vefsíðu þar sem fletta má upp hvaða tilteknu bílar eru búnir svindlbúnaðinum.

Auglýsing Volkswagen frá því í morgun.
Íslendingar gátu loks í síðustu viku fengið upplýsingar um hvort Volkswagen-bifreiðar þeirra séu meðal þeirra sem fyrirtækið setti hugbúnað í sem svindlar á útblástursmælingum, þegar vefur með leitarvél í grunni félagsins var sett upp. 

Um er að ræða 3.647 dísilbíla hér á landi, en 11 milljónir bíla á heimsvísu voru framleiddir með búnaðinum.

Sjá nánar: Svona svindlaði Volkswagen

Búnaðurinn sem um ræðir kveikti á sérstökum mengunarvarnabúnaði þegar bílarnir fóru í gegnum opinberar prófanir en slökkt var á búnaðinum í hefðbundnum akstri. Með því að slökkva á búnaðinum gat Volkswagen náð meira út úr vél bílsins og sparað eldsneyti.

Sérstök vefsíða hefur verið sett upp til að gera eigendum kleift að kanna þetta. Á vef Umferðarstofu er svo hægt að komast að verksmiðjunúmeri bifreiða með því að slá inn skráningarnúmerinu.

Uppfært klukkan 11.51.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×