Innlent

Burðardýr sem fari á milli Hollands og Íslands valin vandlega

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Hollensk kona sem afplánar ellefu ára dóm fyrir fíkniefnasmygl hingað til lands segir burðardýr valin vandlega til að flytja fíkniefni hingað til lands frá Hollandi. Neyð hennar hafi verið nýtt með skipulegum hætti og farið með hana í prufuferð til að sýna fram á hvað auðvelt væri að smygla efnum milli landanna.

Mirjam Foekje van Twuijver fékk þyngsta dóm sem fallið hefur í fíkniefnasmyglmáli á Íslandi, verði hann staðfestur. Í dómnum kemur fram að samstarfsvilji hennar með lögreglu sé til refsimildunar en aftur á móti sé það henni til refsiþyngingar að hún hafi komið til landsins þrisvar sinnum í tengslum við fíkniefnainnflutning. Þó liggja hvorki fyrir sönnunargögn né ákærur í þeim málum.

Áður en Mirjam kom til Íslands í fyrsta skipti var hún í fyrsta skipti var hún í miklum fjárhagsvandræðum. Hún var heimilislaus og örvæntingarfull þegar maður, sem hún treysti og taldi vera vin sinn, bauð henni í frí til Íslands. 

Telur Mirjam að ferðirnar hafi verið farnar til að þjálfa hana og sýna fram á hve auðvelt væri að smygla fíkniefnum milli Hollands og Íslands. Hún segir að skipuleggjendur fíkniefnasmygls velji burðardýrin vandlega. Neyð hennar hafi þannig verið nýtt með skipulögðum hætti.


Tengdar fréttir

„Hér eftir þarf ég alltaf að horfa mér um öxl“

Hollenska konan, sem dæmd var í ellefu ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl í síðustu viku, segir að þung refsing, í ljósi samvinnu hennar við yfirvöld, geti komið í veg fyrir að burðardýr gefi mikilvægar upplýsingar í fíkniefnamálum. Mirjam sýndi mikinn samstarfsvilja við rannsókn málsins en óttast nú um líf sitt.

Hjálpaði lögreglu en fékk þyngsta dóm sögunnar

Mirjam Foekje van Twuijver hlaut ellefu ára dóm og situr í fangelsinu á Akureyri. Hún saknar Hollands og dætra sinna en óttast að vegna samvinnu sinnar við lögregluna geti hún aldrei snúið aftur heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×