Innlent

Hátt í 200 manns leita Harðar: Fólk beðið um að líta í skúra og geymslur

Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Gissur Sigurðsson skrifa
Hörður Björnsson.
Hörður Björnsson.
Engar nýjar vísbendingar hafa borist um ferðir Harðar Björnssonar, sem saknað hefur verið síðan í fyrrinótt. Um tvö hundruð björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni í gær og var færanlegri stjórnstöð komið upp á svæðinu þar sem mest var leitað, í kringum Sæbraut.

Lögregla ítrekaði tilkynningu sína í morgun þar sem almenningur er hvattur til að hafa samband, hafi það einhverjar upplýsingar um ferðir Harðar. Fólk er hvatt til að leita vel í húsum sínum, bílum, ruslageymslum, skúrum og görðum. Vegna verkfalls starfsmanna er fólk beðið um að hafa samband við lögregluna í gegnum Facebook-síðu hennar eða með því að hringja í Neyðarlínuna, 112.

Skipulögð leit að Herði hófst á þriðja tímanum í gærdag, en hlé var gert á henni fyrir miðnætti. Í morgun höfðu nokkrir björgunarsveitarmenn með sporhunda haldið leitinni áfram og verður framhaldið skipulagt síðar í dag.

Hörður er 1.88 sentímetrar á hæð með ljóst sítt hár og rautt alskegg. Síðast sást til hans á Laugarásvegi klukkan fjögur í fyrrinótt og var þá skólaus og illa búinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×