Lífið

Svona væri lífið ef að snjallsímarnir myndu hverfa

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ljósmyndarinn og kærastan hans áður en þau fara að sofa.
Ljósmyndarinn og kærastan hans áður en þau fara að sofa. mynd/eric pickersgill

Eric Pickersgill er bandarískur ljósmyndari sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir ljósmyndaverkefni sitt REMOVED.

Á ljósmyndunum má sjá fólk í hversdagslegum aðstæðum að skoða símana sína eða spjaldtölvuna. Á myndunum er reyndar ekki að finna neina síma eða spjaldtölvur heldur situr fólkið með hendur tómar og starir í lófann á sér.

Þrír strákar „með“ spjaldtölvur. mynd/eric pickersgill

Þaðan er heiti ljósmyndaverkefnisins komið, REMOVED, sem útleggst gæti á íslensku sem „Horfnir“.

Ljósmyndarinn segist hafa fengið hugmyndina að verkefninu þegar hann sat á kaffihúsi og fylgdist með fjölskyldu sem var þar. Allir voru í símanum sínum nema mamman.

„Þarna fór ég kannski fyrst að taka eftir því hvað við erum öll mikið í símanum. Hugmyndin að myndaseríunni kom svo þegar ég var að fara að sofa. Ég var að lesa tölvupóstinn minn en sofnaði og vaknaði við það að síminn datt í gólfið. Þá sá ég höndina mína sem hélt enn á símanum þó að hann væri dottinn í gólfið. Þannig ég fékk ég hugmyndina að því að taka myndirnar fyrir REMOVED,“ segir Pickersgill í samtali við Vísi.

Nýgift en upptekin í símanum. mynd/eric pickersgill

Hann telur að með því að hafa tækin ekki á myndunum heldur láta fólkið stilla sér upp án þeirra verði það ennþá greinilegra hversu mikill hluti þau eru af daglegu lífi okkar.

Myndirnar hér eru birtar með leyfi ljósmyndarans en hér má sjá allar myndir seríunnar auk þess sem Pickersgill heldur úti Instagram-síðu.

Uppteknar mæðgur. mynd/eric pickersgill


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.