Erlent

Öflugur fellibylur stefnir á Filippseyjar

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Öflugur fellibylur stefnir nú hraðbyri að Filippseyjum og talin er mikil hætta á flóðum og aurskriðum. Forseti Filippseyja, Benigno Aquino III, varaði íbúa við í morgun og hvatti þá til að búa sig vel undir óveðrið.

Forsetinn sagði í sjónvarpsávarpi í morgun að stjórnvöld hefðu gripið til allra helstu ráðstafana en að búist væri við að allt að 7,5 milljónir íbúa muni þurfa á aðstoð að halda. Hjálpargögnum og ýmsum búnaði hafi verið komið fyrir víða en að gert sé ráð fyrir umtalsverðu tjóni.

Fellibylurinn, Koppu, kemur að öllum líkindum að norðausturströnd Luzoneyja. Veðurfræðingar telja að fellibylurinn nái um 115 metrum á klukkstund, eða um 51 metra á sekúndu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×