Innlent

Endurlífgunarráð Íslands með „flashmob“ í Kringlunni

Birgir Olgeirsson skrifar

Endurlífgunarráð Íslands stóð fyrir skemmtilegri uppákomu á blómatorginu í Kringlunni á fimmta tímanum í dag í tilefni af evrópska endurlífgunardeginum. Á slaginu 16:15 byrjaði lagið Stayin´Alive með Bee Gees að hljóma um Kringluna og gekk þá fram einn aðili og lagði á gólfið endurlífgunardúkku sem hann hóf að hnoða. Smátt og smátt bættust aðrir  við hópinn og voru á þriðja tug við hjartahnoð á torginu þegar mest lét. Var um að ræða hjúkrunarfræðinga, lækna, lögreglumenn og sjúkraflutningamenn.

Ástæðan fyrir því að lagið Stayin´Alive varð fyrir valinu er taktur lagsins sem hentar fullkomlega sem viðmið fyrir hjartahnoð. Talað er um að þrýsta þurfi hundrað sinnum á mínútu á brjóstkassa viðkomandi sem þarf á hjartahnoði að halda en Stayin´Alive inniheldur einmitt hundrað slög á mínútu.

Hér fyrir neðan má svo sjá leikna stuttmynd frá Rauða krossinum sem sýnir rétt viðbrögð í skyndihjálp.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira