Innlent

Endurlífgunarráð Íslands með „flashmob“ í Kringlunni

Birgir Olgeirsson skrifar
Endurlífgunarráð Íslands stóð fyrir skemmtilegri uppákomu á blómatorginu í Kringlunni á fimmta tímanum í dag í tilefni af evrópska endurlífgunardeginum. Á slaginu 16:15 byrjaði lagið Stayin´Alive með Bee Gees að hljóma um Kringluna og gekk þá fram einn aðili og lagði á gólfið endurlífgunardúkku sem hann hóf að hnoða. Smátt og smátt bættust aðrir  við hópinn og voru á þriðja tug við hjartahnoð á torginu þegar mest lét. Var um að ræða hjúkrunarfræðinga, lækna, lögreglumenn og sjúkraflutningamenn.

Ástæðan fyrir því að lagið Stayin´Alive varð fyrir valinu er taktur lagsins sem hentar fullkomlega sem viðmið fyrir hjartahnoð. Talað er um að þrýsta þurfi hundrað sinnum á mínútu á brjóstkassa viðkomandi sem þarf á hjartahnoði að halda en Stayin´Alive inniheldur einmitt hundrað slög á mínútu.

Hér fyrir neðan má svo sjá leikna stuttmynd frá Rauða krossinum sem sýnir rétt viðbrögð í skyndihjálp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×