Innlent

Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni gæti orðið að veruleika innan tíðar

Vaka Hafþórsdóttir skrifar

Í janúar 2012 samþykkti Alþingi að skipa starfshóp til að undirbúa frumvarp til laga sem heimili staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni.

Við vinnunna átti í fyrsta lagi að tryggja hag og réttindi barnsins, í öðru lagi að tryggja sjálfræði og velferð staðgöngumóðurinnar og í þriðja lagi að tryggja farsæla aðkomu hinna verðandi foreldra.

Skýrt átti að vera kveðið á um traustan lagaramma, ströng skilyrði og skýrar verklagsreglur við framkvæmd og eftirlit staðgöngumæðrunar sem og hvernig best yrði stuðlað að upplýstri umræðu um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni í samfélaginu.

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, ræddi frumvarpið á ríkisstjórnarfundi í dag. Hann vildi þó ekki tjá sig um efnisinnihald frumvarpsins við fréttastofuna.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.