Lífið

Nektarmyndir af Justin Bieber setja allt á annan endann

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bieber beraði bossann á Bora Bora fyrr í sumar og deildi þá þessari mynd með heiminum.
Bieber beraði bossann á Bora Bora fyrr í sumar og deildi þá þessari mynd með heiminum. Mynd/Instagram

Íslandsvinurinn og stórstjarnan Justin Bieber hefur enn á ný stolið fyrirsögnum fjölmiðla beggja vegna Atlantsála.

Myndir af kappanum þar sem hann sést ganga kviknakinn til laugar á Bora Bora fara nú sem flensa í farþegaþotu um veraldarvefinn eftir að New York Daily News birtu þær undir kvöld.

Ófáir, ekki síst Íslendingar, hafa velt því fyrir sér hvernig popparann sé vaxinn suður á bóginn á síðustu misserum eftir að myndir af honum á nærbuxunum einum klæða fóru á flakk.

Það gerði til að mynda Vala Grand fyrir skemmstu sem sagði að ekkert samræmi væri á milli þeirrar bungu sem Bieber skartaði í myndatöku fyrir fataframleiðandann Calvin Klein hér um árið og þeirri sem fylgdi honum upp úr íslenskri lækjarsprænu á dögunum. Gekk hún svo langt að segja að um hrein og bein „vörusvik“ væri að ræða.

„Vörusvik!“ voru niðurstöður hávísindalegrar samanburðarrannsóknar Völu Grand.

Vísir lætur það þá liggja á milli hluta en af myndunum að dæma virðist myndvinnsludeild tískufyrirtækisins ekki hafa þurft að vinna fyrir laununum sínum þann vinnudaginn. 

Annað sem hefur vakið eftirtekt netverja er konan sem sést í bakgrunni annarrar myndarinnar. Glöggir hafa bent á að þarna sé um að ræða fyrirsætuna Jayde Pierce en hún hefur verið bendluð við Bieber á síðustu misserum.

Þau eyddu saman rómantískri viku í Los Angeles fyrr á þessu ári og þá hafa þau áður sést í hitabeltisparadísinni Bora Bora. Þá spígsporaði Bieber einng á Adamsklæðnum og deildi þjóhnappamynd á Instagram sem óhætt er að segja að hafi einnig sett veraldarvefinn á hliðina.

Netverjar voru ekki lengi að gera sér mat úr klæðaleysis ungstirnisins og má sjá afrakstur nokkurra þeirra hér að neðan.
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.