Innlent

Siggi hakkari í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sigurður Ingi Þórðarson.
Sigurður Ingi Þórðarson. vísir/stefán

Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, var í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness en Sigurður kom fyrir dóminn þann 28. ágúst síðastliðinn og játaði sök í öllum ákæruliðum.

Um tugi brota er að ræða en Sigurður braut 40 sinnum á einum piltinum og 15 sinnum á öðrum. Sigurður var jafnframt dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar sem var alls um 6 milljónir króna. Þá var hann dæmdur til að greiða piltunum níu alls 8,6 milljónir í skaðabætur.

Sigurður hefur áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot. Í febrúar í fyrra var hann dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að tæla 17 ára pilt til kynferðimaka. Þeirri afplánun lauk Sigurður þann 2. nóvember en eftir það sat hann í gæsluvarðhaldi. Hann afplánar nú tveggja ára fangelsisdóm vegna fjársvika sem féll þann 22. desember í fyrra.

Uppfært 25. september klukkan 10:48
Dómurinn hefur verið birtur á vef Héraðsdóms Reykjaness og má nálgast hér.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.