Innlent

Stórfellt fíkniefnasmygl þarf að taka aftur fyrir vegna vanhæfi dómara

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Einar Örn Adolfsson.
Einar Örn Adolfsson. Vísir
Réttað verður að nýju yfir Einari Erni Adolfssyni og Finni Snæ Guðjónssyni sem voru í maí í fyrra dæmdir í sex ára fangelsi fyrir innflutning á ríflega 30 þúsund e-töflum. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Ástæðan er sú að dómari sem dæmdi þá til fangelsisvistar á sínum tíma hafði áður tekið afstöðu til gæsluvarðhalds yfir þeim. Var hann metinn vanhæfur til að fella dóminn og verður málið því tekið fyrir í héraðsdómi að nýju. Dóm Hæstaréttar má lesa hér.

Einar var tekinn í skoðun af tollverði í ágúst 2011 við komuna frá Danmörku. Fundust í farangri Einars 30.225 e-töflur. Hann fór til Gautaborgar, svo til Kaupmannahafnar og loks Amsterdam þar sem hann tók við efnunum. Finnur Snær fékk Einar Örn til verksins en í dómi héraðsdóms kemur fram að hann hafi veitt Einari leiðbeiningar um ferðatilhögun, afhenti honum síma, símkort og greiðslukort sitt til að greiða ferðakostnað og uppihald.

Frétt Stöðvar 2 af fangelsisdómnum frá í maí 2014 má sjá hér að neðan.





Einar Örn burðardýr


Finnur Snær neitaði sök í héraðsdómi en Einar Örn játaði sinn þátt. Sagðist hann hafa talið sig vera að sækja eitt kíló af kókaíni en hafi orðið ljóst við afhendingu ferðatöskunnar með efninu að um meira magn væri að ræða. Þá hefði hann talið of seint að hætta við. Dómurinn taldi sannað að Einar Örn hefði verið burðardýr.

Dómur var kveðinn upp yfir þeim Einari Erni og Finni Snæ í maí 2014 eða tæpum þremur árum eftir að þeir brutu af sér. Einar Örn ræddi málin í Íslandi í dag haustið eftir að dómur féll þar sem fram kom að hann óttaðist mest að missa af uppvaxtarárum barns síns.

Ísland í dag tók hús á Einari Erni í september í fyrra. Innslagið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Brot á meginreglu um hraða málsmeðferð

Verjandi manns sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir innflutning á 30.000 e-töflum segir ljóst að meginreglur um hraða málsmeðferð hafi verið brotnar í málinu. Tæp þrjú ár liðu frá því að brotið átti sér stað og þar til ákæra var gefin út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×