Körfubolti

Jón Arnór enn andvaka vegna tapsins gegn Stjörnunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stutt í tárin hjá Jóni Arnóri, Jakobi Sigurðar, Fannari Ólafs og fleirum eftir tapið í Laugardalshöllinni gegn Stjörnunni.
Stutt í tárin hjá Jóni Arnóri, Jakobi Sigurðar, Fannari Ólafs og fleirum eftir tapið í Laugardalshöllinni gegn Stjörnunni. Vísir
Jón Arnór verður 33 ára þann 21. september og óvíst hve mörg ár hann á eftir í fremstu röð í körfuboltanum. Hversu langur sem atvinnumannaferilinn verður er eitt ákveðið. Hann ætlar að ljúka ferlinum með uppeldisfélagi sínu, KR.

„Ég er harður á því og alltaf séð það fyrir mér. Ég á eftir að takast á við áskorun heima,“ segir Jón Arnór og nefnir strax bikarmeistaratitilinn. „Mig langar rosalega að hampa titli í Höllinni.“

Jón tapaði í tvígang úrslitaleik með KR í Laugardalshöllinni. Í síðara skiptið gegn Stjörnunni þar sem reiknað var með því að Vesturbæingar myndu leiða óreynda og minni spámenn úr Garðabæ til slátrunar. Jón Arnór skoraði reyndar 29 stig í leiknum sem dugði ekki til í 78-76 tapi.

Jakob Örn Sigurðarson og Jón Arnór ásamt Böðvari Guðjónssyni, formanni körfuknattleiksdeildar KR, haustið 2008 þegar landsliðsmennirnir sömdu til eins árs við uppeldisfélagið.Vísir
Stutt í tárin

„Ég hugsa stundum um þennan leik þegar ég er að fara að sofa og það heldur fyrir mér vöku á nóttunni. Ég er ekki að grínast,“ segir Jón Arnór um leikinn eftirminnilega. Stjörnumenn minnast þess enn hve fagmannlega Jón Arnór tók tapinu. Hann kom inn í klefa til þeirra eftir leik og óskaði þeim til hamingju með sigurinn.

„Stjarnan átti þetta fyllilega skilið og kannski þurftum við á þessu að halda, og körfuboltinn heima líka. Það eru allir sjúkir í að litlu liðin skelli þeim stóru,“ segir Jón Arnór. Tapið hafi engu að síður verið gríðarlega sárt og stutt í tárin.

Jón Arnór Stefánsson var í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Þar ræðir Jón um ástina, NBA-ævintýrið, eltingaleikinn við stúdentsprófið og ástæðu þess að hann hafnaði á lista með hryðjuverkamönnum.


Tengdar fréttir

Jón Arnór aðeins einu sinni orðið stjörnustjarfur

Þrátt fyrir að körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson hafi ýmist spilað með eða gegn fremstu leikmönnum Evrópu og æft með einu stærsta félaginu í NBA segist hann alltaf hafa haldið ró sinni, nema einu sinni.

Lúxuslíf síðan ég byrjaði með Lilju

Jón Arnór Stefánsson hefur flakkað um heiminn með körfubolta í hendi í átján ár. Íþróttamaður ársins leiddi landsliðið á sitt fyrsta Evrópumót, var á lista yfir hryðjuverkamenn og ætlar að fagna stúdentnum fyrir fertugt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×