Körfubolti

Bonneau sleit hásin og ekki með Njarðvík í vetur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bonneau var frábær á síðustu leiktíð.
Bonneau var frábær á síðustu leiktíð. vísir/getty

Stefan Bonneau, leikmaður Njarðvík í Dominos-deild karla, mun að öllum líkindum ekki spila með Njarðvík í Dominos-deildinni í vetur, en hann meiddist á æfingu liðsins á dögunum.

Bonneau sleit hásin á þriðjudaginn á æfingu, en slík meiðsli geta haldið mönnum frá körfuboltavellinum í þrjá til níu mánuði. Karfan.is greinir frá þessu.

Hann var magnaður á síðustu leiktíð fyrir Njarðvík og náðu þeir grænklæddu að klófesta hann aftur í sumar. Hann gerði að meðaltali 34 stig í fyrra, tók rúmlega sjá fraköst og gaf fimm stoðsendingar.

„Tilhlökkunin var mikil hjá honum að spila í Njarðvík sem og hjá Njarðvíkingum yfir höfuð að fá að sjá hann spila, enda er hann leikmaður sem stimplaði sig rækilega inn í hjörtu allra Njarðvíkinga og körfuboltaáhugamanna á landsvísu eftir frammistöðu sína á síðastliðnu tímabili," sagði Bjarki Már Viðarsson, varaformaður Njarðvíkur, í samtali við Karfan.is.

Njarðvíkingar, bæði þjálfarar og stjórn, liggja nú yfir málunum og er væntanlega leit hafinn að nýjum manni.


Tengdar fréttir

Sjáðu allt það helsta frá Bonneau í gær

Stefan Bonneu fór á kostum í sigri Njarðvík gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. Leikurinn fór fram í Njarðvík, en heimamenn tryggðu sér með sigrinum sæti í undanúrslitunum.

Bonneau: Þetta verður góð sería

Stefan Bonneau, leikstjórnandi Njarðvíkinga, var valinn besti leikmaður seinni hluta Domionos-deildar karla og í kvöld spilar hann sinn fyrsta leik í úrslitakeppni á Íslandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.