Lífið

Fanney og Dísa glæsilegar í Hörpu

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Fanney Ingvarsdóttir sigraði keppnina árið 2010. Hér er hún ásamt Dísu í World Class, eiganda keppninnar.
Fanney Ingvarsdóttir sigraði keppnina árið 2010. Hér er hún ásamt Dísu í World Class, eiganda keppninnar. Vísir/Melkorka
Fanney Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland og  Hafdís Jónsdóttir eigandi keppninnar hér á landi ásamt eiginmanni sínum Birni Leifssyni voru stórglæsilegar þegar þær mættu á keppnina í Hörpu í kvöld.

Stelpurnar hafa verið við undirbúning í allt sumar. Þær fengu förðunarþjálfun, þjálfun í sviðsframkomu og framkomu í fjölmiðlum til að mynda. Eins og tilkynnt var í upphafi sumars hefur undirbúningur keppenda verið með breyttu sniði í ár, en skipuleggjendur segja að aukin áhersla verði lögð á þætti á borð við eflingu sjálfsmyndar og framkomu í fjölmiðlum. Hjónin Hafdís Jónsdóttir og Björn Leifsson, kennd við World Class, keyptu keppnina í fyrra. Fanney var Ungfrú Ísland árið 2010.

Þéttsetið er í Silfurbergi þar sem keppnin fer fram. Hér má sjá myndir frá Silfurbergi.





Melkorka Katrín, ljósmyndari Vísis var á staðnum og tók myndirnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×