Lífið

Arna Ýr Jónsdóttir er Ungfrú Ísland 2015

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Tanja Ýr Ástþórsdóttir krýndi Örnu Ýr Ungfrú Ísland í kvöld.
Tanja Ýr Ástþórsdóttir krýndi Örnu Ýr Ungfrú Ísland í kvöld. Vísir/Melkorka

Ungfrú Ísland árið 2015 er Arna Ýr Jónsdóttir.

Hún hlýtur jafnframt titilinn Miss World Iceland og mun því vera fulltrúi Íslands í Miss World í Kína í desember.

Þetta var tilkynnt í Silfurbergi í Hörpu rétt í þessu þar sem keppnin fór fram.

Arna er tvítug Kópavogsmær. „Eftir fimm ár sé ég mig sem hamingju konu og reynslunni ríkari. Búin að ferðast um heiminn, tekið þátt í góðgerðarstörfum erlendis. Eftir fimm ár verð ég háskólanemi í hjúkrunarfræði að stefna á ljósmóðurina hvort sem það verður hér á Íslandi eða erlendis,“ sagði hún á Vísi í dag.

Arna Ýr er Kópavogsmær.

Stúlkurnar voru 24 í ár. Vinsælasta stúlkan árið 2015, Miss People Choice Iceland var Helena Reynisdóttir. Sportstúlkan var Thelma Fanney Magnúsdóttir, módelstúlkan var Íris Rósa Hauksdóttir og Malín Agla Kristjánsdóttir var hæfileikastúlkan.

Stelpurnar hafa verið við undirbúning í allt sumar. Þær fengu förðunarþjálfun, þjálfun í sviðsframkomu og framkomu í fjölmiðlum til að mynda. Eins og tilkynnt var í upphafi sumars hefur undirbúningur keppenda verið með breyttu sniði í ár, en skipuleggjendur segja að aukin áhersla verði lögð á þætti á borð við eflingu sjálfsmyndar og framkomu í fjölmiðlum. Hjónin Hafdís Jónsdóttir og Björn Leifsson, kennd við World Class, keyptu keppnina í fyrra.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.