Viðskipti innlent

Móberg ehf kaupir Hópkaup og Leit.is

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Skorri Rafn Rafnsson, forstjóri Móbergs.
Skorri Rafn Rafnsson, forstjóri Móbergs.
Móberg ehf. hefur fest kaup á fyrirtækjunum Hópkaup og Leit.is en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Hópkaup er fyrirtæki sem rekur vefsíðu þar sem nálgast má tilboð á vörum. Leit.is fór í loftið 16. júní 1999 og er leitarvél á vefnum.

Móberg var stofnað árið 2012 og á og rekur fyrirtækin Netgíró, Bland, 433.is, Wedo og Mói Media.

„Stefna okkar er að þróa 3-6 ný fyrirtæki á hverju ári og þessi kaup eru liður í því. Okkar markmið er að þróa lausnir og þjónustu sem hreyfa við markaðnum og skapa ávinning fyrir almenning,“ segir Skorri Rafn Rafnsson, forstjóri Móbergs.

„Ég er mjög ánægður með kaupin á þessum fyrirtækjum og þau renna styrkri stoð undir þá stefnu okkar að verða leiðandi á þessum markaði innan fimm ára.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×