Innlent

Jón Páll Bjarnason látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Jón Páll fæddist á Seyðisfirði 6. febrúar 1938.
Jón Páll fæddist á Seyðisfirði 6. febrúar 1938. Vísir/Arnþór

Jón Páll Bjarnason gítarleikari varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn, 77 ára að aldri. Jón Páll var í hópi bestu gítarista landsins og var meðal frumkvöðla á sviði djasstónlistar á Íslandi.

Jón Páll fæddist á Seyðisfirði 6. febrúar 1938, sonur hjónanna Önnu G. Jónsdóttur hjúkrunarfræðings og Gunnars Bjarnasonar verkfræðings og skólastjóra Vélskóla Íslands.

Í tilkynningu frá aðstandendum segir að hann hafi lokið prófi frá Loftskeytaskólanum, en hafði áður sýnt mikla hæfileika á sviði tónlistar. „Hann stundaði nám í sellóleik og og síðar í píanóleik, en mjög snemma varð gítarinn fyrir valinu og fylgdi honum til hinsta dags.

Jón Páll  tók kornungur að leika með bestu hljómsveitum landsins fyrir dansi, fyrst hér á landi en sótti síðar á svipuð mið í Danmörku og Svíþjóð og um skeið  lék hann með erlendum tónlistarmönnum á skemmtiferðaskipum á Karíbahafi. Síðar á ævinni fór hann í framhaldsnám í list sinni í Bandaríkjunum og lék m.a. með heimsfrægum tónlistamönnum.“

Hann stundaði gítarkennslu í einkatímum og kenndi bæði við tónlistarskóla FÍH og grunnskólann á Akranesi.

Jón Páll var þríkvæntur. Fyrsta kona hans var Ellý Vilhjálms söngkona. Þau skildu en áttu  dótturina Hólmfríði Ástu.  Sonur hennar er Sveinn H. Guðmundsson frá Reykjum í Mosfellsbæ  Önnur kona Jóns Páls var Erna Haraldsdóttir flugfreyja, sem fórst í flugslysinu mikla á Sri Lanka í nóvember 1978. Þriðja eiginkona hans var Roberta Ostroff rithöfundur í Bandaríkjunum, en hún lést 2004.

Jón Páll stundaði gítarkennslu í einkatímum og kenndi bæði við tónlistarskóla FÍH og grunnskólann á Akranesi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.