Lífið

Laugardagur í Eyjum: Fjallið, Ásdís María og allir hinir í bongóblíðu

Stefán Ó. Jónsson skrifar

Veðrið hefur leikið við gesti þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum í dag og hefur það einungis orðið til þess að ýta undir stemninguna í Heimaey, sem að sögn viðstaddra er hreint út sagt „einstök.“

Það er ekki einungis í Herjólfsdal þar sem stuðið ríkir heldur má heyra tónlist berast úr hverju einasta húsi og margt fólk á ferli í blíðskaparviðrinu.

Hér að ofan má sjá myndir af því þegar þjóðhátíðargestir sleiktu sólina við undirleik tríós Margeirs Ingólfssonar, Ásdísar Maríu Viðarsdóttur og Ingó Veðurguðs.

Tónlistarunnendurnir voru ekki af verri endanum en í hópi þeirra voru meðal annars söngfuglarnir Friðrik Dór og Ágúst Bent sem og sjálft Fjallið sem gaf Heimakletti ekkert eftir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.