Erlent

Rúmlega tvö þúsund flóttamenn hafa drukknað í Miðjarðarhafi í ár

Atli Ísleifsson skrifar
Lík nítján flóttamanna var siglt til hafnar í ítölsku hafnarborginni Messina í síðustu viku.
Lík nítján flóttamanna var siglt til hafnar í ítölsku hafnarborginni Messina í síðustu viku. Vísir/AFP

Rúmlega tvö þúsund flóttamenn hafa drukknað það sem af er ári í tilraunum sínum til að komast yfir Miðjarðarhaf frá norðurströnd Afríku til Evrópu.

Alþjóðaflóttamannastofnunin IOM greinir frá þessu og segir ljóst að leiðin sé sú mannskæðasta af helstu flóttamannaleiðum heims.

Samkvæmt tölum stofnunarinnar höfðu 1.607 flóttamenn drukknað á sama tíma á síðasta ári en samtals fórust 3.279 flóttamenn í Miðjarðarhafi 2014.

Í frétt á vef IOM segir að yfirgnæfandi meirihluti hinna látnu hafi drukknað á leiðinni milli Líbíu og Sikileyjar þar sem illa búnum og ofhlöðnum bátum hefur verið siglt áleiðis til Evrópu.

Líkum nítján flóttamanna var siglt til hafnar í ítölsku hafnarborginni Messina í síðustu viku sem gerði það að verkum að tala látinna fór yfir tvö þúsund á árinu. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.