Erlent

Segir styttast í að ráðgátan um MH370 leysist

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Tony Abbott
Tony Abbott vísir/epa
Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, segir styttast í að ráðgátan um hvarf malaísku farþegaþotunnar MH370 leysist, eftir að staðfest var að vænghluti sem fannst á Reunion-eyju á Indlandshafi væri úr þotunni sjálfri. Leit að vélinni verði framhaldið og segist viss um að nú sé verið að leita á réttu svæði.

Forsætisráðherra Malasíu, Najib Razak, tilkynnti í gær að brakið væri úr MH370, en sérfræðingar hafa þó ekki viljað staðfesta frásögn hans. Líklegt sé að hluturinn sé úr þotunni, en að ekki sé hægt að staðfesta það.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×